Leikritið Jóreykur í leikstjórn Þorsteins Bachmann verður leiklesið í Tjarnarbíó miðvikudaginn 20. nóvember. Leikarar eru Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Svandís Dóra Einarsdóttir, Þorbjörg Helga Dýrfjörð og Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.)
Um er að ræða nýtt íslenskt verk. Höfundur er Bergur Ebbi Benediktsson. Verkið fjallar um hestamanninn Hallgrím Björn Þórðarson (Steindi Jr.) sem er fyrsti íslenski gullverðlaunahafinn á ólympíuleikum, en við heimkomu hans til Íslands fer af stað atburðarás sem setur íslenska þjóðarvitund í nýtt (en þó kunnuglegt) samhengi.
Frítt er inn á leiklesturinn og aðgangur öllum opinn. Leiklesturinn hefst stundvíslega kl. 20 og tekur rúma 1 og 1/2 klukkustund. Þetta verður gaman - örugglega áhugavert - og þetta er "one-time only" nema styrkur fáist til uppsetningar verksins (sem vonandi tekst).